Guðfinna Birgisdóttir

Rúmfræði og hönnun

Nemendur 10.bekkjar unnu verkefni í tengslum við kaflann um rúmfræði og hönnun. Þeir fengu pappir og límband og áttu að hanna og búa til líkan í þrívíðu formi. Nemendur reiknuðu rúmmál líkansins og skiluðu skýrslu. Þau stóðu sig einstaklega vel og á myndunum má sjá afraksturinn. Kveðja stoltir stærðfræðikennarar í Sunnulæk .

Skákkennsla grunnskólabarna

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Alls verða þetta 10 laugardagar og fyrsti tími verður laugardaginn 14. september n.k. Þeir sem hafa …

Skákkennsla grunnskólabarna Read More »

Heimsókn Íslandsmeistaranna

Íslandsmeistarar Selfoss í handbolta komu við í Sunnulækjarskóla í dag til að þakka fyrir stuðninginn, en eins og alþjóð veit þá unnu þeir glæstan sigur í gær gegn Haukum í 4. úrslitaleik íslandsmeistaramótsins.  Þeir gáfu sér góðan tíma til að tala við nemendurna og veittu eiginhandaráritanir í gríð og erg.  Einnig árituðu þeir Selfosstreyju sem hengd …

Heimsókn Íslandsmeistaranna Read More »