Heiti síðu

merki sunno

Nemendaráð Sunnulækjarskóla er stór hópur nemenda á unglingastigi sem sér um allskonar viðburði og skemmtanir. Yfirumsjón með nemendaráðinu eru kennarar af unglingastigi. Tilgangur félagsins er að halda uppi öflugu félagsstarfi í skólanum, efla félagslegan áhuga nemenda og standa vörð um hagsmuni og velferð allra nemenda skólans. Árshátíðin er hápunktur skólaársins og fer mikill tími í undirbúning og myndbandagerð. Helstu viðburðir yfir skólaárið meðal annars eru hrekkjvökuballjólabingó, bíó- og leikjakvöld og að spila tónlist í nestistíma á föstudögum Nemendaráðið leggur mikinn metnað í alla viðburði og er stór hluti af unglingadeild Sunnulækjarskóla.  

h2