Bókasafn

bókasafn1

Bókasafn Sunnulækjarskóla er staðsett á annari hæð við austurinnganginn og er opið á skólatíma. Á safninu hafa nemendur aðgang að fjölbreyttum bókakosti, til fróðleiks og skemmtunar. Reglulega er nýjum bókum bætt við á safnið. Allur safnkosturinn er skráður í Gegnir, sem er sameiginlegt tölvukerfi fyrir bóksöfn á Íslandi og því er hægt að finna allar bækur á www.leitir.is.

Allir nemendur skólans mega fá bækur að láni með sér heim. Forráðamenn bera ábyrgð á bókum sem nemendur fá að láni og mikilvægt er að þeir aðstoði börnin við að fara vel með þær og muni eftir að skila. Týnist eða skemmist bók skal hún bætt.

Auk bóka má finna spil, liti og púsl á bóksafninu. Nemendur í 8.-10. bekk geta nýtt sér bóksafnið í frímínútum og í hádegishléi.

Safnstjóri er Anna Söderström og hefur hún umsjón með safninu og útlánum bóka.

Bókavörður er Gunnhildur Þórðardóttir.