Leiðarljós

Viti klipptur og lagaður sem mynd.docx
  • að hver nemandi skólans þroskist og dafni í námi og starfi á eigin forsendum.
  • að hver nemandi skólans njóti virðingar og væntumþykju.
  • að hver nemandi skólans öðlist sterka sjálfsmynd og áræði sem gefi honum þrek og þor og stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska.
  • að þroska með hverjum nemanda trausta siðferðiskennd sem gerir hann að hæfum og farsælum þjóðfélagsþegn.
  • að skapa skólasamfélag sem einkennist af samvinnu og gagnkvæmu trausti þeirra sem það mynda.