Börn með annað tungumál

Í skólanum er litið svo á að menningarlegur fjölbreytileiki auðgi skólastarfið og áhersla lögð á að virðing sé borin fyrir uppruna og menningu allra nemenda. Þarfir barna af erlendum uppruna eru misjafnar enda er hópurinn margbreytilegur. Tekið er mið af þessum margbreytileika og námið skipulagt út frá þörfum þeirra hverju sinni. Megináhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir við íslenskukennsluna innan og utan bekkjar og að því skal stefnt að nemendur af erlendum uppruna standi jafnöldrum sínum jafnfætis í námi.

Meginmarkmið í kennslu nemenda með annað móðurmál eru:

  • Að erlendir nemendur öðlist færni í íslensku sem öðru tungumáli.
  • Kynna íslenskt skólakerfi og samfélag fyrir nemendum sem eru nýkomnir til landsins. Tryggja félagslega stöðu erlendra nemenda í skólanum.
  • Tryggja að erlendir nemendur fái sambærilega menntun og innlendir á meðan þeir eru að tileinka sér færni í íslensku sem öðru tungumáli.