Náms- og starfsráðgjöf

Jóhanna Einarsdóttir
johannae@sunnulaek.is
8:00 - 16:00 virka daga

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

 • Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra en er undanþeginn þagnarskyldu þegar líf, heilsa og öryggi nemenda er í húfi. Einnig ef nemandi greinir frá lögbroti.
 • Aðstoð náms- og starfsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi og auðveldi ákvörðun um nám og starf að loknum grunnskóla.

Aðstoð náms- og starfsráðgjafa flest meðal annars í:

 • viðtölum
 • upplýsingagjöf og upplýsingaöflun um skóla, nám, störf og atvinnulíf
 • könnun á áhugasviðum, gildismati, hæfileikum og fleira
 • kenna leikni við ákvarðanatöku

Bóka viðtal

Nemendur og/eða forráðamenn geta bókað viðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa með því að koma við, hringja eða senda tölvupóst. Einnig geta kennarar/starfsfólk skólans aðstoðað nemendur við að bóka viðtal.

Náms- og starfsfræðsla

Nemendur í 10. bekk markvissa náms- og starfsfræðslu í lífsleiknitímum en nemendur í 8. og 9. bekk fá náms- og starfsfræðslu í stuttum lotum.

Náms- og starfsfræðsla í 1.-7. bekk er í þróun í samvinnu við umsjónarkennara.

Helsta markmið með náms- og starfsfræðslu  í 8.- 10. bekk er að undirbúa nemendur sem best fyrir ákvaraðanatöku er varðar nám & störf að loknum grunnskóla 

 • Nemendur skoða hvernig þeir geta bætt náms- og lífsvenjur sínar.
 • Nemendur skoða áhugasvið sitt og hæfileika og hvar þeir fái best notið sín.
 • Nemendur þjálfist í að setja sér markmið og horfi til framtíðar.
 • Nemendur kynnist námi og störfum með upplýsingaöflun og heimsóknum í fyrirtæki og í framhaldsskóla.

Stuðst er m.a. við námsefnið Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla, Stefnan sett, Margt er um að velja, Vindrós og ýmis önnur verkefni á veraldarvefnum.

Persónuleg fræðsla

Persónuleg ráðgjöf felst í að veita nemendum og forráðamönnum ýmiskonar aðstoð og stuðning svo nemendur nái settu marki í námi sínu og skólagangan nýtist sem best.

Persónuleg vandamál geta haft þau áhrif á nemandann að þau hamli honum í námi. Þau geta verið af ýmsum toga, svo sem námsleg, félagsleg og/eða tengd líðan og samskiptum. Aðstoð náms- og starfsráðgjafa miðar að því að hjálpa nemendum að leita lausna.

Náms- og starfsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda

Hópráðgjöf og fræðsla

Hjá náms- og starfsráðgjafa eru aðgengilegar upplýsingar um nám og störf.

Náms- og starfsráðgjafi býður upp á fræðslu í stærri og smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum, til dæmis vegna náms- og starfsvals, námstækni, sjálfstyrkingu og samskiptavanda.

Náms- og starfsráðgjafi byggir sjálfstyrkingarvinnu með nemendum á efni Baujunnar, Fjársjóðsleitar, Hugarfrelsis og jákvæðrar sálfræði.

 • Baujan – tilfinningalegur þekkingargrunnur og þjálfun leiðir til sjálfstyrkingar. Sjálfstyrking er fólgin í því að þátttakendur læra betur á tilfinningar sínar og fá þjálfun í því að tengja þær andlegri og líkamlegri líðan. Slökunaröndun er kennd í tengslum við tilfinningavinnu.
 • Fjársjóðsleitin – byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en með þeim aðferðum hefur náðst góður árangur í því að bæta líðan og sjálfsmynd eintaklinga. Unnið er að því að efla sjálfsþekkingu barna í gegnum verkefni og leiki þar sem horft er á styrkleika og unnið með jákvæðar hugsanir.
 • Hugarfrelsi – til að efla börn og unglinga og hjálpa þeim að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Áhersla er lögð á góða og djúpa öndun, slökun og sjálfstyrkingu.
 • Jákvæð sálfræði – er vísindaleg nálgun sem gengur þvert á viðfangsefni sálfræðinnar með það að markmiði að kanna hvað einkennir einstaklinga sem líður vel og blómstra. Jákvæð sálfræði notar sálfræðilegar kenningar, rannsóknir og meðferðartækni til að öðlast skilning á jákvæðum mannlegum eiginleikum. Jákvæð sálfræði beinir sjónum að orsökum og afleiðingum af aukinni vellíðan og hamingju fyrir einstaklinga og samfélög. Jákvæð sálfræði útskýrir þá staðreynd að þrátt fyrir erfiðleika geti meirihluti fólks haft tilgang með lífinu og verið hamingjusamt.

Námstækni

Námstækni

Markmið fræðslu og ráðgjafar í námstækni er að nemendur kynnist hugsun, viðhorfum, námsaðferðum og námsvenjum sem rannsóknir og reynsla hafa sýnt að eru árangursríkar.

Náms- og starfsráðgjafi leiðbeinir nemendum meðal annars í:

 • að skoða og meta eigin námsaðferðir og námsvenjur
 • námsskipulagi
 • minnistækni
 • glósu- og lestraraðferðum
 • vinnulag í einstökum greinum
 • prófundirbúningi og próftöku

Til að ráðgjöf í námstækni nýtist nemanda er mikilvægt að hann vilji sjálfur
breyta eða bæta námsaðferðir og námsvenjur sínar